Síðasti uppreisnarleiðtoginn úr gettóinu í Varsjá látinn

Marek Edelman, síðasti lifandi leiðtogi uppreisnarinnar gegn nasistum í gettóinu í Varsjá árið 1943, er látinn. Uppreisnin varð til þess að leiðtogar nasista sendu íbúa gettósins í útrýmingarbúðir.

Edelman var einn um 200 ungra gyðinga sem börðust við þýskar hersveitir í uppreisninni sem stóð yfir í þrjár vikur, áður en hún var barin niður. Uppreisnarmenn höfðu skammbyssur og heimasmíðaðar sprengjur að vopni gegn þýska hernum, sem greip til þess ráðs að sprengja gettóið í tætlur.

Edelman lést á heimili sínu í gær, „í viðurvist vina“, níræður að aldri.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert