Andstaða við ESB vex í Noregi

Miðborg Osló. Konungshöllin í bakgrunni.
Miðborg Osló. Konungshöllin í bakgrunni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Andstæðingum Evrópusambandsaðildar í Noregi hefur fjölgað um 6,5 prósentustig samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 greinir frá. Þeir eru nú 55,8%. Fylgjendum ESB aðildar hefur fækkað verulega. Þeir voru 39,1% í febrúar en vou 30,6% nú í mars. Óákveðnir voru 13,6% nú.

Herning Olaussen, forystumaður hreyfingar andstæðinga ESB aðildar, telur að vaxandi atvinnuleysi og efnahagsvandamál í ESB eigi mestan þátt í aukinni andstöðu við aðild.

„Þetta er ekki spurning um hvað við græðum eða græðum ekki á því að Noregur verði innlimaður í ESB,“ sagði Olaussen í samtali við TV2. „Fólk sér að ESB líður fyrir gríðarmikinn lýðræðishalla og að litlu löndin verða undir. Sambandið sem stýrt er af útvöldum er hreinlega ekki svarið við vandamálunum sem venjulegt fólk í Evrópu fæst við - atvinnu, efnahag og framtíð fyrir sig og börnin sín.“

Olaussen telur að fylgjendur ESB aðildar verði að líta raunsærri augum á málið. Þeir þurfi að leggja ESB drauminn til hliðar og taka raunhæfari og jákvæðari afstöðu til Noregs sem sjálfstæðs lands utan ESB og sjá þá möguleika sem það gefur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
Til sölu Skoda 110L árg 1976.
Bíllinn er nokkuð heillegur. Ýmislegt grams fylgir með, t.d. nýtt framstykki,...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
Í boði á bokmenntir.netserv.is
Anna í Grænuhlíð I-III. Íslenskar ljósmæður I-II. Forn frægðarsetur I-IV. Fles...