Flutningaflugvél fórst í Alaska

Flutningaflugvél á vegum franska hersins hrapaði í Alaska í morgun. Talið er að fjórir hafi verið um borð í vélinni.

Vélin kom niður í skóglendi norðaustur á flugvellinum í Elmendorf. Eldur og mikill reykur steig upp af flakinu. Engar staðfestar fréttir eru af afdrifum áhafnarinnar, en ólíklegt er talið að nokkur hafi lifað slysið af.

mbl.is

Bloggað um fréttina