Nýrrar nálgunar þörf í viðræðum Ísraela og Palestínumanna

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að friður milli Ísraela og Palistínumanna muni krefjast þess að viðfangsefnið verði nálgast með nýjum og breyttum hætti. Aðeins þannig verði leyst úr þeim málum sem hingað til hefur steytt á í viðræðunum.

Netanyahu var nýverið á viðræðufundi með Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínu. Þeir komu sér saman um að innan árs myndu liggja fyrir drög að friðarsamningi milli þjóðanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert