Merkel dregur í land

Angela Merkel kanslari Þýskalands.
Angela Merkel kanslari Þýskalands. Reuters

Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði í morgun að henni hefði verið létt þegar hún frétti af dauða Osama bin Ladens.

Þetta eru nokkuð vægari ummæli en Merkel lét falla eftir að hún frétti fyrst af dauða hryðjuverkaleiðtogans, en þá sagði hún:. „Það gleður mig að það var mögulegt að ráða hann af dögum“.

Þessi fyrri ummæli hennar vöktu hörð viðbrögð víða.

„Bin Laden var leiðtogi alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka sem studdu skelfilega glæpi. Okkur ætti að vera létt yfir því að hann getur ekki lengur skaðað neinn,“ sagði Merkel í viðtali við þýska dagblaðið Passauer Neue Presse í morgun.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert