Handtökuskipanir gefnar út í máli Rafik Hariri

22 létust þegar sprengjan sprakk þann 14. febrúar 2005. Hún …
22 létust þegar sprengjan sprakk þann 14. febrúar 2005. Hún var gríðarlega öflug. Reuters

Ríkissaksóknari Líbanons segir að fjórar handtökuskipanir hafi verið gefnar út af sérstökum dómstóli í Líbanon sem var settur á laggirnar vegna morðsins á Rafi Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landins.

Saad Hariri, sonur forsætisráðherrans fyrrverandi, fagnar þessum tíðindum og segir að þetta sé söguleg stund í sögu landsins, að því er breska útvarpið skýrir frá.

Hariri og 21 til viðbótar lét lífið þegar öflug sprengja sprakk í miðborg Beirútar í febrúar 2005.. 

Líbanskir fréttamiðlar segja að ákærur hafi verið gefnar út á hendur hátt settra liðsmanna Hizbollah-samtökin. 

Hizbollah hafa ítrekað fordæmt dómstólinn, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, og hafa hótað hefndum.

Mikill styr hefur staðið um dómstólinn, sem hefur aðsetur í Haag. Pólítískt neyðarástand hefur skapast og margir óttast að trúarbragðaátök muni blossa upp.

Ríkisstjórn Líbanons mun funda í dag til að komast að samkomulagi um stefnu stjórnvalda gagnvart dómstólnum.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert