Sex fórust í flugslysi

Engin komst lífs af úr slysinu.
Engin komst lífs af úr slysinu. Reuters

Sex létust, þar af þrjú börn, þegar lítil flugvél flaug á fjall í Arizona í Bandaríkjunum í kvöld. Farþegarnir voru á leið heim eftir að hafa fagnað á Þakkargjörðardegi.

Enginn komst lífs af úr slysinu. Björgunarmenn fundu logandi brak á staðnum þar sem vélin brotlenti. Vitni segjast hafa sé eldkúlu stíga til lofts þegar flugvélin flaug á tind fjallsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina