Sáttmálinn of flókinn fyrir kjósendur

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. Reuters

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, ætlar ekki að leggja nýjan sáttmála innan Evrópusambandsins um aukinn efnahagssamruna í þjóðaratkvæði nái hann endurkjöri sem forseti landsins. Þetta kom fram í viðtali við hann á frönsku útvarpsstöðinni RTL samkvæmt fréttaveitunni Reuters. Aðspurður hvers vegna sagði Sarkozy að málið væri of flókið.

Þá kom fram í viðskiptablaðinu Financial Times í gær að fyrrverandi forsætisráðherra Írlands, John Bruton, varaði við því að haldið yrði þjóðaratkvæði um sáttmálann í landinu þar sem höfnun á honum gæti þýtt að Írar yrðu að yfirgefa evrusvæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert