Medvedev formaður Sameinaðs Rússlands

Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands og formaður flokksins Sameinað Rússland.
Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands og formaður flokksins Sameinað Rússland. Reuters

Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, var í morgun skipaður formaður Sameinaðs Rússlands, stærsta stjórnmálaflokks landsins. Vinsældir flokksins hafa dalað nokkuð og er hugmyndin sú að endurheimta fyrri hylli með þessari tilhögun.

Medvedev tekur við stjórnartaumum úr hendi Vladimirs Pútíns, forseta landsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir hafa skipti á ýmsum embættum; en þeir hafa skipt bróðurlega með sér forseta- og forsætisráðherraembættunum undanfarin ár.

Pútín tilkynnti þessi nýjustu stólaskipti þeirra við hátíðlega athöfn í Kreml í morgun að viðstöddum miklu fjölmenni. Hann var formaður flokksins í fimm ár, frá árinu 2007, þrátt fyrir að hafa aldrei verið skráður í flokkinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert