Níu látnir úr fuglaflensu

Fuglaflensa getur verið banvæn
Fuglaflensa getur verið banvæn AFP

Indónesískur maður á fertugsaldri lést nýverið úr fuglaflensu en alls hafa níu látist úr sjúkdómnum í Indónesíu það sem af er ári, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti landsins.

Maðurinn sem lést var 37 ára að aldri og sjálfstætt starfandi. Hann var lagður inn á sjúkrahús 24. júlí með háan hita og var settur í öndunarvél fimm dögum síðar. Hann lést 30. júlí sl. Ekki er vitað hvernig hann smitaðist af fuglaflensu en hann bjó skammt frá kjúklingabúi.

Ekkert ríki hefur orðið jafnilla úti hvað varðar fuglaflensu en alls hafa 159 látist úr sjúkdómnum þar síðan árið 2003. Á sama tíma hafa alls 359 látist úr fuglaflensu í heiminum, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert