Obama með naumt forskot í Flórída

Úrslit liggja enn ekki fyrir í Flórída.
Úrslit liggja enn ekki fyrir í Flórída. MARK WALLHEISER

Enn liggja úrslit ekki fyrir í Flórída, en þegar búið er að telja 98% atkvæða er Barack Obama með 49,85% atkvæða og Mitt Romney með 49,29% atkvæða. CNN sagði í dag að úrslit í ríkinu yrðu ekki ljós fyrr en kl. 17 í dag.

Ef Obama sigraði í Flórída fær hann 29 kjörmenn til viðbótar. Þar með verður hann kominn með 332 kjörmenn en Mitt Romney með 206 kjörmenn.

Talningu er ekki lokið, en samkvæmt tölum sem BBC birti í morgun hefur Obama fengið 50% atkvæða á landsvísu en Romney 48,5%.

Sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum voru búnar að lýsa úrslitum í öllum ríkjum um kl. 6 í morgun, að íslenskum tíma. Atkvæði voru hins vegar mjög jöfn í Flórída og þar treystu sjónvarpsstöðvar sér ekki til að gefa yfirlýsingu um hver hefði sigrað.

Árið 2000 réðust úrslit í forsetakosningunum í Flórída. Áður en talningu lauk lýstu sumar sjónvarpsstöðvar yfir sigri George W. Bush, en neyddust svo til að draga þá yfirlýsingu til baka þegar í ljós að aðeins nokkur hundruð atkvæði skyldi hann að frá Al Gore. Þegar opinber úrslit voru loksins birt voru niðurstöðurnar þær að Bush hefði sigrað með 537 atkvæða mun. Um 6 milljónir manna greiddu atkvæði í kosningunum árið 2000.

Miami Herald sagði í dag að eftir væri að telja um 18.000 atkvæði sem greidd voru utankjörfundar. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan í Flórída hefur reyndar verið harðlega gagnrýnd, en ríkisstjóri Flórída ákvaða að fækka þeim dögum sem leyft var að greiða atkvæða utankjörfundar. Langar viðraðir mynduðust og margir biðu klukkutímum saman eftir því að fá að kjósa.

Úrlistin í Flórída skipta ekki máli varðandi hver verður forseti. Það er þegar ljóst að Obama hefur verið endurkjörinn forseti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert