Yfirgefna skemmtiferðaskipið fundið

Til stóð að rússneska skemmtiferðaskipið Lyubov Orlova færi í brotajárn.
Til stóð að rússneska skemmtiferðaskipið Lyubov Orlova færi í brotajárn. AFP

Búið er að staðsetja rússneska skemmtiferðaskipið sem rekur stjórnlaust og yfirgefið um Norður-Atlantshafið eftir að það slitnaði úr togi á leið frá Kanada til endurvinnslu í Dóminíska lýðveldinu.

Skipið, sem nefndist Lyubov Orlova, er nú um 2.400 km eaða 1.300 sjómílum undan ströndum Írlands  samkvæmt bandarísku rannsóknarstofnuninni National Geospatial-Intelligence Agency.

Enginn vill kannast við að bera ábyrgð á skipinu sem rekur nú hægt og rólega í átt að Evrópu, en frönsk umhverfisverndarsamtök hafa varað við því að af því stafi mikil hætta gagnvart umhverfinu sökkvi skipið eða lendi í árekstri.

Umhverfishætta af stjórnlausu skipi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert