Þjóðarsorg í Venesúela

Búið er að lýsa yfir sjö daga þjóðarsorg í Venesúela vegna andláts forseta landsins, Hugos Chavez. Greint var frá því í gær að hann hefði látist 58 ára að aldri. Hann hafði verið forseti Venesúela í 14 ár.

Mörg hundruð stuðningsmanna Chavezar voru á götum höfuðborgarinnar Caracas til að minnast leiðtogans. Chavez hafði háð harða baráttu við krabbamein í rúmt ár.

Í umfjöllun á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að Chavez, sem lýsti sjálfum sér sem byltingarsinna, hafi verið mjög umdeildur í Venesúela og um allan heim. Hann var harður andstæðingur Bandaríkjanna og var mikil innblástur fyrir vinstrimenn í Rómönsku-Ameríku sem hafa á undanförnum árum sótt í sig veðrið.

Líki Chavez verður fylgt að herskólanum í Caracas þar sem það mun hvíla fram á föstudag þegar opinber útför fer fram. Öllum skólum í landinu hefur verið lokað í eina viku.

Stuðningsmenn Chavezar fjölmenntu á götum Caracas til að syrja fráfall …
Stuðningsmenn Chavezar fjölmenntu á götum Caracas til að syrja fráfall forsetans. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert