Uppljóstrari stígur fram

Höfuðstöðvar bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA.
Höfuðstöðvar bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA. AFP

Fyrrverandi starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hefur upplýst að hann sé maðurinn sem lak gögnum er höfðu að geyma upplýsingar um njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA. Stofnunin stundaði njósnir um bandaríska þegna.

Uppljóstrarinn, sem heitir Edward Snowden og er 29 ára gamall, lak upplýsingum til breska blaðsins Guardian og bandaríska blaðsins Washington Post þess efnis að þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hafi stundað eftirlit og persónunjósnir um bandaríska þegna.

Gerði þjóðaröryggisstofnunin þetta með því að skoða net- og farsímanotkun fólks.

Snowden segist ekki óttast hugsanlegar aðgerðir gegn honum þrátt fyrir að hafa nú stigið fram á sjónarsviðið.

„Ég er reiðubúinn til að fórna öllu vegna þess að ég get ekki með góðu móti leyft stjórnvöldum í Bandaríkjunum að eyðileggja einkalíf fólks, frelsi internetsins og grunnréttindi fólks um allan heim,“ hefur AFP-fréttaveitan eftir Snowden. 

Í viðtali við breska blaðið Guardian segist uppljóstrarinn Edward Snowden helst geta hugsað sér að sækja um hæli hér á landi, sökum þess hve góður orðstír Íslands er þegar kemur að netfrelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert