Bjóða upp á skotheld jakkaföt

Hönnuðir kanadíska fatamerkisins Garrison Bespoke fara ótroðnar slóðir með nýjustu jakkafatalínu sína. Ef þú ert klæddur í nýjustu jakkafötin þeirra, ert þú nefnilega varinn gegn byssukúlum og hnífstungum. 

Hönnuðir fyrirtækisins eiga að hafa fengið hugmyndina að fötunum eftir að einn viðskiptavinur fyrirtækisins varð fyrir byssukúlu á ferðalagi erlendis, en lifði af. Jakkafötin eru útbúin nanó-tækni sem ver þau gegn byssukúlum og hnífstungum. Fyrirtækið sem sér þeim fyrir nanó-tækninni starfar einnig fyrir bandaríska herinn. 

Þá er bara spurningin, hver er nógu óvinsæl/l til þess að þurfa skotheld jakkaföt?

Hér má sjá þegar sjónvarpsstöðin City News Toronto athugaði hvort skotheldu jakkafötin stæðu undir nafni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert