Bjóða upp á skotheld jakkaföt

Hönnuðir kanadíska fatamerkisins Garrison Bespoke fara ótroðnar slóðir með nýjustu jakkafatalínu sína. Ef þú ert klæddur í nýjustu jakkafötin þeirra, ert þú nefnilega varinn gegn byssukúlum og hnífstungum. 

Hönnuðir fyrirtækisins eiga að hafa fengið hugmyndina að fötunum eftir að einn viðskiptavinur fyrirtækisins varð fyrir byssukúlu á ferðalagi erlendis, en lifði af. Jakkafötin eru útbúin nanó-tækni sem ver þau gegn byssukúlum og hnífstungum. Fyrirtækið sem sér þeim fyrir nanó-tækninni starfar einnig fyrir bandaríska herinn. 

Þá er bara spurningin, hver er nógu óvinsæl/l til þess að þurfa skotheld jakkaföt?

Hér má sjá þegar sjónvarpsstöðin City News Toronto athugaði hvort skotheldu jakkafötin stæðu undir nafni

mbl.is
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...