Leiðtogi mótmælenda skotinn til bana

Leiðtogi mótmælenda í Taílandi var skotinn til bana í dag er hann var að flytja ræðu í höfuðborginni Bangkok. Nokkrir særðust í árásinni.

Suthin Taratin var skotinn í höfuðið er hann flutti ræðu á pallbíl,“ segir talsmaður mót mælendahópsins sem Taratin leiddi. Sjúkrahús í Bangkok staðfestir að einn maður hafi látist og níu særst í skotárás í úthverfi borgarinnar.

Enn standa yfir mikil mótmæli í landinu en í næstu viku fara þar fram þingkosningar. Mótmælendur krefjast þess að forsætisráðherra landsins, Yingluck Shinawatra, fari frá völdum.

Taratin var að flytja ræðu við einn kosningastaðinn í borginni er árásin var gerð. 

Mótmælendur hafa í dag komið í veg fyrir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla geti farið farið fram.

Frá mótmælunum í Taílandi í dag.
Frá mótmælunum í Taílandi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert