Grunur um brot á lögum

Seðlabanki Íslands útilokar ekki að taka starfsemi tryggingamiðlara til rannsóknar vegna umsvifa þeirra eftir að gjaldeyrishöftin voru sett 2008. Varða hugsanleg rannsóknarefni sölu á tryggingasamningum fyrir hönd erlendra tryggingafélaga.

Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins leikur grunur á að tryggingamiðlarar hafi nýtt sér glufur til að fara á svig við reglur um gjaldeyrismál.

Breyttar reglur um gjaldeyrismál tóku gildi 19. júní sl. en markmið breytinganna var að stöðva óheimilaða söfnun sparnaðar erlendis, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »