Hálshöggvin fyrir morð á tveggja ára barni

AFP

Nepölsk hreingerningakona sem sakfelld var fyrir morð á tveggja ára barni var hálshöggvin í Sádi-Arabíu í dag.

Henni var gefið að sök að hafa skorið barnið á háls að sögn innanríkisráðuneytis Nepals. Með aftökunni í dag hafa alls sextán fangar verið teknir af lífi það sem af er ári. Á árinu 2013 var dauðadómi framfylgt yfir 78 manns.

Á síðasta ári sagði Mannréttindavakt Sameinuðu þjóðanna að aftökum í ríkinu hefði fjölgað frá árinu 2011. Samkvæmt tölum frá Amnesty International voru 27 teknir af lífi árið 2010 en 82 árið 2011, þar af 28 útlendingar. 2012 voru aftökurnar hins vegar færri þegar 79 manns voru teknir af lífi.

Dauðarefsing liggur við nauðgunum, morði, guðlasti, vopnuðu ráni og fíkniefnasmygli í Sádi-Arabíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...