Með hausinn í sandinum yfir loftslagsbreytingum

Um hundrað manns stungu höfðinu í sandinn til að gagnrýna ...
Um hundrað manns stungu höfðinu í sandinn til að gagnrýna afstöðu áströlsku ríkisstjórnarinnar til loftslagsmála. AFP

Um fjögur hundruð manns komu saman á Bondi-ströndinni í Ástralíu í gær og grófu höfuð sín í sandinn til að hæðast að tregðu þarlendra stjórnvalda til að setja loftslagsbreytingar á dagskrá fundar G20-ríkja sem fer fram í Brisbane nú um helgina.

Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu, hefur legið undir gagnrýni vegna afstöðu sinnar til loftslagsmála. Þannig afnam ríkisstjórn hans meðal annars kolefnisgjald sem lagt hefur verið á losun gróðurhúsalofttegunda nú í júlí. Ástralir urðu þannig fyrsta þjóð heims til að draga til baka aðgerðir í loftslagsmálum. Samkomulag Bandaríkjamanna og Kínverja sem tilkynnt var um í vikunni þar sem þjóðirnar tvær settu sér ný markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur sett þvergirðingshátt Abbot í brennidepil.

„Obama er með, Xi Jinping [forseti Kína] er með, það eru allir með fyrir utan einn mann,“ sagði Pat Norman, aðgerðasinni, við þá sem komu saman á ströndinni til að mótmæla stefnuleysi ástralskra stjórnvalda í loftslagsmálum.

„Tony Abbot!!“ hrópuðu mótmælendurnir á móti.

Árið 2009 kallaði Abbot loftslagsvísindi „þvælu“ og sagði að kol væru „góð fyrir mannkynið“.

Frétt The Guardian af mótmælunum

mbl.is
stofuskápur með glerhurðoghillum-ljósi
flottur stofuskápur með glerhurð og hillum og ljósum á 12,000 kr sími 869-2798...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
ANTIK HORNSKÁPUR OGSÝNINGARSKÁP 869-2798
FANNEGUR HORNSKÁPUR Á 33,000KR MÁLIN H204X68X40 CM OGFLOTTUR GLERSKÁPUR MEÐ LJÓ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...