Bjóða fé fyrir gamlan njósnara

Bob Levinson eins og hann var við hvarfið (t.v.) og …
Bob Levinson eins og hann var við hvarfið (t.v.) og eins og hann er hugsanlega talinn geta litið út í dag.

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur auglýst eftir fyrrverandi njósnara sem hvarf í Írak og býður allt að fimm milljóna dollara greiðslu, um 680 milljónum króna, fyrir upplýsingar er leitt gætu til þess að hann snúi aftur heim til Bandaríkjanna.

Robert Levinson var við störf í Írak er hann hvarf sporlaust árið 2007 á írönsku eynni Kish. Ekkert hefur spurst til hans síðan. Hefur hans verið leitað og voru einnar milljónar dollara fundarlaun í boði. Nú hefur sú fjárhæð verið fimmfölduð, í þeirri von að það skili betri árangri.

Yfirmaður FBI, James Comey, segir að það sé „löngu tímabært að Bob“ komi heim. Utanríkisráðherrann John Kerry hefur hvatt stjórnvöld í Íran til samstarfs um að hafa uppi á týnda njósnaranum.

Sambúð Bandaríkjanna og Íran hefur batnað undanfarna mánuði og ekki loku fyrir það skotið að þau nái senn samkomulagi um afar umdeilda kjarnorkuáætlun Írana. Stjórnvöld í
Washington hafa ítrekað beðið yfirvöld um Tehran um aðstoð við að finna Levinson, en setja það þó ekki sem skilyrði fyrir samkomulagi í kjarnorkudeilunni.

Levinson hvarf 9. mars 2007 og í dag er 67 ára afmælisdagur hans. Hann hætti störfum hjá  FBI árið 1998 en var við störf fyrir bandarísku leyniþjónustuna, CIA, er hann hvarf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert