Engin trygging fyrir endanlegum samningi

Ali Khamenei erkiklerkur, æðsti leiðtogi klerkastjórnarinnar í Írak.
Ali Khamenei erkiklerkur, æðsti leiðtogi klerkastjórnarinnar í Írak. AFP

Ali Khamenei erkiklerkur, æðsti leiðtogi klerkastjórnarinnar í Írak, segir að engin trygging sé fyrir því að endanlegt samkomulag næðist við stórveldin sex um kjarnorkuáætlun Írana, þrátt fyrir rammasamkomulagið sem náðist í Lausanne í Sviss 2. apríl síðastliðinn.

Samkvæmt samkomulaginu á samningaviðræðunum að ljúka fyrir lok júnímánaðar. Khamenei sagði í fyrstu yfirlýsingu sinni um málið að ekki væri víst að endanlegt samkomulag næðist og bætti við að viðræðunum kynni að verða slitið áður en fresturinn rennur út.

Hann lagði áherslu á að rammasamkomulagið væri ekki bindandi og kvaðst ekki enn hafa tekið afstöðu til þess hvort klerkastjórnin ætti að skrifa undir endanlegan samning. Samkvæmt rammasamkomulaginu eiga Íranar að fækka skilvindum sem þeir hafa notað til að auðga úran sem hægt væri að nýta í kjarnavopn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert