Gera loftárásir á PKK

AFP

Tyrkneski herinn hefur gert loftárásir á bækistöðvar kúrdískra uppreisnarmanna, PKK, í kjölfar sprengjutilræðis sem banaði að minnsta kosti 95 í Ankara á laugardag.

Árásir hersins beindust að bækistöðvum PKK í suðausturhluta landsins og í norðurhluta Íraks.

Grunur leikur á að Ríki íslams standi á bak við árásirnar á laugardag en tvær sprengjur sprungu í Ankara á meðan friðarganga stóð yfir í borginni. Stjórnarherinn gerði síðan loftárásir á PKK eftir að ríkisstjórn Tyrklands hafnaði því að skrifa undir friðarsamkomulag við PKK.

Mikil spenna ríkir í Tyrklandi en kosningar fara fram í landinu 1. nóvember.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert