Telur að ESB gæti hrunið

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu.
Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. AFP

„Hvort sem einhverjum líkar það eða ekki verður árið 2016 árið sem Evrópusambandið annað hvort nær að koma böndum á flóttamannavandann eða hrynur,“ ritaði Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, í dag í aðsendri grein í tékkneska viðskiptablaðinu Hospodářské noviny.

Varaði ráðherrann við því að Evrópusambandið væri á mörkum þess að hrynja. Fico gagnrýndi hugmyndir sambandsins um að ríki þess skiptu með sér þeim fjölda flóttamanna og förufólks sem komist hefðu inn fyrir landamæri þess. Þær hugmundir hefðu enda ekki skilað árangri. 

Ráðherrann sagði öllu skipta að Evrópusambandinu tækist að ná tökum á ytri landamærum Schengen-svæðisins og að þeir hælisleitendur sem ekki uppfylltu skilyrði þess að teljast flóttamenn yrðu sendir aftur til síns heima.

Fréttavefurinn Euobserver.com fjallar um málið.

mbl.is
Gefins rúm.
Ameríst rúm 152 x 203. Upplýsingar í síma 898 4207...
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...