„Ef þér líkar ekki vistin hér, farðu“

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, beinir orðum sínum til Frels­is­flokksins sem …
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, beinir orðum sínum til Frels­is­flokksins sem leggur áherslu á harða inn­flytj­enda­stefnu. AFP

„Ef þér líkar ekki vistin hér, farðu þá.“ Þetta segir Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, í kosningaauglýsingu en Hollendingar kjósa til þings 15. mars. Hann segir að hver sá sem dregur í efa gildi landsins ætti að yfirgefa það. „Hagið ykkur eðlilega eða farið,“ segir hann jafnframt. BBC greinir frá. 

Tilsvari Rutte er beint til Frels­is­flokksins sem leggur áherslu á harða inn­flytj­enda­stefnu. Mjótt er á munum Frjálslynda flokksins, flokks Rutte, og Frels­is­flokksins sem Geert Wilders fer fyrir samkvæmt nýrri skoðanakönnun.   

Frétt mbl.is: Meira fylgi eft­ir sak­fell­ing­una 

Ummæli Rutte birtust í fjölmörgum auglýsingum í fjölmiðlum. Í viðtali við forsætisráðherrann í dagblaðinu Algemeen Dagblad var hann inntur eftir frekari skýringum á þeim. Hann sagði andfélagslega hegðun vera meira áberandi undanfarið. Hún sést einkum í almenningssamgöngum og á götum úti. Hann beinir orðum sínum sérstaklega til þeirra sem neita að taka upp hollensk gildi og áreita konur í stuttum pilsum, samkynhneigða menn og segir venjulegt fólk vera orðið að rasistum.

„Ef þú býrð í landi þar sem þú lætur það fara í taugarnar á þér hvernig við komum fram hvert við annað þá hefurðu val. Farðu burt því þú þarft ekki að vera hér,“ segir Rutte.

Fylgi Frels­is­flokks­ins í Hollandi hef­ur auk­ist mjög síðan leiðtogi hans, Geert Wilders, var sak­felld­ur fyr­ir þjóðern­ismis­mun­un í desember. Wilders var sak­felld­ur fyr­ir þjóðern­ismis­mun­un en sýknaður af ákæru um hat­ursáróður vegna um­mæla sem hann lét falla um Mar­okkó­búa í fram­boðsræðu sem hann hélt í mars 2014. 

Flokkur Geert Wilders eykur fylgi sitt. Wilders var sak­felld­ur fyr­ir …
Flokkur Geert Wilders eykur fylgi sitt. Wilders var sak­felld­ur fyr­ir þjóðern­ismis­mun­un í desember. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert