Birta nöfn starfsmanna Auschwitz

Um helgina voru liðin 72 ár frá því að síðustu ...
Um helgina voru liðin 72 ár frá því að síðustu fangar Auschwitz-Birkenau búðanna voru frelsaðir. Þess var minnst víða um Evrópu. AFP

Pólsk stjórnvöld opnuðu í dag gagnagrunn á netinu með nöfnum og persónuupplýsingum um þá tæplega 10 þúsund starfsmenn sem unnu í útrýmingarbúðum nasista, Auschwitz-Birkenau.

Í gagnagrunninum er að finna nöfn 9.686 starfsmanna. Stjórnvöld segja þetta aðeins upphafið að stærra verkefni. Starfsmannalistar úr fleiri fanga- og útrýmingarbúðum verða birtir síðar. Þegar er búið að safna 25 þúsund nöfnum. Stofnun um minningu þeirra sem létust í útrýmingarbúðum, IPN, stendur að birtingu gagnanna. Formaður hennar, Jaroslav Szarek, segir að tilgangurinn sé m.a. sá að leiðrétta þær rangfærslur sem oft birtast um búðirnar í fjölmiðlum. Hann segir Pólverja leiða á því að talað sé um „pólskar útrýmingarbúðir“ því um sé að ræða búðir sem nasistar opnuðu í landinu er það var hernumið af Þjóðverjum.

Um 1,1 milljón manna, aðallega gyðingar, létust í Auschwitz. Um 232 þúsund þeirra voru börn. Búðirnar voru byggðar árið 1940 í borginni Oswiecim á þeim tíma sem Þjóðverjar höfðu hernumið Pólland. 

Stjórnendur safns sem nú er rekið í búðum hafa hvatt Þjóðverja og Austurríkismenn til að afhenta öll þau gögn sem geta varpað ljósi á hugarástand starfsfólksins og þær hvatir sem bjuggu að baki veru þeirra þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

TIL LEIGU VIÐ ÁRMÚLA
TIL LEIGU ÁRMÚLI gott 125 m2 iðnaðar-húsnæði við Ármúla, fín lofthæð, rúmgóð mal...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...