Landamæraveggir víða um heim

Vírgirðing á landamærum Ísraels og Jórdaníu.
Vírgirðing á landamærum Ísraels og Jórdaníu. AFP

Finna má sjötíu veggi og girðingar víða um heim sem sérstaklega eru reistir til að tryggja landamæri ríkja. Aðeins tólf voru uppi árið 1989 um það leyti sem Berlínarmúrinn féll.

Þetta er niðurstaða rannsóknar Elisabeth Vallet við háskólann í Quebec.

Donald Trump Bandaríkjaforseti er að hefjast handa við að byggja múr á landamærunum að Mexíkó. Sú bygging er mjög umdeild.

En hver er staðan annars staðar í heiminum? Og hver er tilgangur girðinganna og veggjanna á hverjum stað? Hér verður farið yfir þær helstu hindranir sem mætt geta fólki á milli landa.

Hindranir á milli Ungverjalands og Serbíu. Vegir og veggir skilja ...
Hindranir á milli Ungverjalands og Serbíu. Vegir og veggir skilja löndin að. AFP

Bandaríkin:

Girðingar er nú þegar á einum þriðja af landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Frumkvæðið átti George W. Bush fyrrverandi forseti og var lokið við að reisa þær árið 2010. Girðingin er meira en fimm metra há og á henni er víða flóðlýsing og öryggismyndavélar. 

Evrópa:

Frakkland: Vírgirðingar hafa verið á landamærunum en í kjölfar aukins flóttamannastraums til landsins var eins kílómetra langur veggur byggður árið 2016 til að hindra aðgang að höfninni í Calais en þangað streymdu flóttamenn sem vildu komast yfir Ermarsund og til Bretlands.

Landamæri Suður- og Norður-Kóreu eru þau rammgerðustu sem finnast í ...
Landamæri Suður- og Norður-Kóreu eru þau rammgerðustu sem finnast í heiminum í dag. AFP

 Ungverjaland:  Í kjölfar aukins flóttamannastraums létu yfirvöld í Ungverjalandi reisa fjögurra metra háa og 175 kílómetra langa girðingu á landamærunum að Serbíu í september árið 2016. Önnur eins var reist á landamærunum að Króatíu mánuði síðar.

Önnur lönd á svæðinu hafa einnig reist girðingar til að halda flóttafólki úti, s.s. Slóvenía, Austurríki og Makedónía.

Búlgaría: Árið 2014 hófu búlgörsk yfirvöld að reisa vírgirðingu á landmærunum að Tyrklandi en þá leið fóru flestir flóttamenn inn í landið eftir að hafa siglt yfir Miðjarðarhafið. Girðingin er nú 176 kílómetra löng.

Vírgirðingar á landamærum Slóveníu og Króatíu.
Vírgirðingar á landamærum Slóveníu og Króatíu. AFP

 Grikkland: Grikkland var og er viðkomustaður flestra flóttamanna frá Sýrlandi og mörgum Afríkulöndum. Þetta gerðist um svipað leyti og efnahagur landsins hrundi. Þannig að árið 2012 reistu yfirvöld 11 kílómetra langa vírgirðingu við landamærin að Tyrklandi.

Tyrkland: Tyrkir eru hálfnaðir með að byggja vegg á landamærum sínum að Sýrlandi. Veggurinn verður um 511 kílómetra langur. 

Spánn - Marokkó: Landmæri spænsku hólmríkjanna Ceuta og Melilla á strönd Norður-Afríku, sem eru þau einu sem liggja að Evrópu, eru vernduð með hátæknigirðingum sem hver fyrir sig eru um tíu kílómetra langar.

Borgin Nicosia á Kýpur er klofin í tvennt með girðingum ...
Borgin Nicosia á Kýpur er klofin í tvennt með girðingum og veggjum eins og eyjan í heild. AFP

Ísrael - Vesturbakkinn: Ísraelar hófu að reisa 712 kílómetra öryggisgirðingu/vegg við Vesturbakkann árið 2002. Tilgangurinn var að þeirra sögn að verjast árásum palestínskra skæruliða. Gagnrýnendur segja að girðingin hafi verið notuð til að helga Ísraelum stærra landsvæði og segja girðinguna brot á alþjóðalögum. Veggurinn er níu metra hár á sumum stöðum og eru tveir þriðju hlutar hans tilbúnir. Á honum eru vaktturnar og einnig rafrænt eftirlit. Þá eru einnig girðingar á landamærum Ísrael og Jórdaníu.

Sádi-Arabía - Írak: Árið 2014 ákváðu Sádi-Arabar að bæta vírgirðingum og öryggismyndavélakerfi við sandmanir sem fyrir voru á landamærunum að Írak. Var það gert í ljósi uppgangs Ríkis íslams. 

Girðing á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.
Girðing á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. AFP

Indland - Pakistan: Indverjar reistu um 750 kílómetra langar girðingar til að aðskilja Kasmír-hérað frá Pakistan. Var það gert til að stöðva pakistanska skæruliða. Þeir hafa einnig reist 2.700 kílómetra langar vírgirðingar á landamærunum að Bangladess til að koma í veg fyrir að flóttafólk komist til Indlands. Tilgangurinn er einnig að halda smyglurum frá landinu.

Norður- og Suður-Kórea: Hervæddustu og rammgerðustu landamæri heims eru á milli Norður- og Suður-Kóreu. Landamærin urðu til árið 1953 og þar er nú að finna vírgirðingu sem einnig er varin með jarðsprengjum og þungavopnum. Þannig er öll vegalengdin, um 250 kílómetrar, varin.

Girðingar við höfnina í Calais í Frakklandi.
Girðingar við höfnina í Calais í Frakklandi. AFP

Vestur-Sahara: Um 2.700 kílómetra löng sandmön var byggð á níunda áratugnum á milli svæðis í landinu sem er undir yfirráðum Marokkómanna og svæða sem uppreisnarmenn Polisario ráða. Uppreisnarmennirnir hafa barist fyrir og reynt að semja um stjórn í Vestur-Sahara allt frá áttunda áratugnum.

Kýpur: Veggur klýfur eyjuna í tvennt, m.a. höfuðborgina Nicosiu. Helmingurinn tilheyrir Tyrkjum og hinn helmingurinn Grikkjum. Skiptingin hefur verið við lýði frá árinu 1974.

Girðingar milli Ísraels og Vesturbakkans.
Girðingar milli Ísraels og Vesturbakkans. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Páskar í Biskupstungum..
Hlý og falleg 2ja-4urra manna herb. -Leiksvæði og heitur pottur.. Velkomin.....
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Antik flott innskotsborð - innlögð plata
Er með flott antik innskotsborð innlagt með rósum á 48.000 kr. Sími 869-2798....
Páskabasar Kattholts
Basarinn verður laugardaginn 24.mars n.k. Endilega hafið samband í Kattholt í...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...