Merkel var skelfingu lostin

Lögreglumenn eru sýnilegir í Dortmund.
Lögreglumenn eru sýnilegir í Dortmund. AFP

Angela Merkel Þýskalandskanslari er skelfingu lostin eftir sprengjuárásina sem gerð var á rútu Borussia Dortmund fyrir fyrirhugaðan leik liðsins gegn Monaco. Talsmaður Merkel segir að kanslarinn skili góðum kveðjum til leikmanna og hún óski Dortmund góðs gengis í leiknum, sem fer fram síðdegis.

„Kanslarinn var, eins og íbúar Dortmund og milljónir manna, skelfingu lostin vegna frétta af árásinni á liðsrútu Dortmund, sagði Steffen Seibert, talsmaður Merkel við fréttamenn í dag.

„Þetta er andstyggilegt. Við erum fegin að afleiðingarnar voru ekki alvarlegri,“ bætti Seibert við og hrósaði um leið viðbrögðum stuðningsmanna sem voru komnir á völlinn í gær.

Viðureignin er fyrri leikur liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Leiknum var frestað til dagsins í dag og hefst hann klukkan 16.45 að íslenskum tíma.

Angela Merkel.
Angela Merkel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert