Flýja Tsjet­sjen­íu vegna ofsókna

Aðgerðum stjórnvalda í Tsjet­sjen­íu hefur verið mótmælt víða um Evrópu.
Aðgerðum stjórnvalda í Tsjet­sjen­íu hefur verið mótmælt víða um Evrópu. AFP

Fjöldi samkynhneigðra karlmanna hefur flúið ofsóknir í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Tsjet­sjen­íu undanfarnar vikur og vonast nú til þess að finna öryggi í löndum sem hafa boðið fram hjálp sína. Samtök hinsegin fólks í Rússlandi vinna í því að flytja fólk á brott.

Fréttir um misþyrmingu á samkynhneigðum karlmönnum í Tsjet­sjen­íu komu fyrst fram snemma í apríl en þar kom fram að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn væru í haldi yfirvalda í héraðinu og sættu þar pyntingum. Þá kom fram að minnst þrír hefðu látist. Amnesty International fordæmdu aðgerðirnar.

Eru í viðræðum við 5 lönd

Samtök hinsegin fólks í Rússlandi eru nú í viðræðum við fimm lönd, þar af tvö utan Evrópusambandsins, sem hafa boðið fram hjálp sína. Samtökin hafa hjálpað 43 manns að komast frá Tsjet­sjen­íu en fjöldi er enn í felum í héraðinu á meðan samkomulag nást við löndin.

Níu menn hafa þegar fengið landvistarleyfi. Þar af fóru tveir til Litháen, en stjórnvöld þar í landi hafa opinberlega lýst yfir stuðningi sínum. Ekki hefur komið fram hvaða önnur lönd hafa boðið fram hjálp sína.

Samkynheigður maður frá Téténíu sem þufti að flýja heimaland sitt …
Samkynheigður maður frá Téténíu sem þufti að flýja heimaland sitt vegna ofsókna. AFP

Neita því að samkynhneigð sé til í héraðinu

„Það er mjög mikilvægt að bregðast við því þeir eru að þjást,“ sagði Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen í samtali við BBC. „Við erum að hjálpa þeim því það hefur verið brotið alvarlega á réttindum þeirra.“

Ramzan Kadyrov, forseti Tsjet­sjen­íu, nýtur stuðnings Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og hefur verið sakaður um ýmiss konar mannréttindabrot. Þegar greint var frá pyntingunum í apríl hafnaði talsmaður Kadyrov ásökununum og sagði raunar að samkynhneigð fyrirfyndist ekki í héraðinu. „Það er ómögulegt að ofsækja þá sem eru ekki til staðar,“ sagði hann.

Fyrr í þessum mánuði sendu þrír franskir baráttuhópar hinsegin fólks inn kvörtun til alþjóðaglæpadómstólsins (ICC) og söku
ðu stjórn­völd í Tsjet­sjen­íu um að þar séu fram­in þjóðarmorð á sam­kyn­hneigðum karl­mönn­um. Hóp­arn­ir kenna for­seta Tsjet­sjen­íu, Ramz­an Kadyrov, og emb­ætt­is­mönn­um um bylgju of­sókna.

Þeir bentu á mál þar sem ung­lingi var hent út um glugga á ní­undu hæð en talið er að það hafi verið gert vegna kyn­hneigðar hans. Frændi 17 ára pilts henti hon­um út um glugg­ann en frænd­inn sagðist vilja bjargað heiðri fjöl­skyld­unn­ar. Pilt­ur­inn lést við fallið.

Frétt BBC.

Frétt mbl.is: „Ástandið er svart“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert