„Theresa May er búin að vera“

Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins.
Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins. AFP

Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu BBC að það hafi verið mistök fyrir Íhaldsflokkinn að velja stjórnmálamann, sem hafði verið á móti útgöngu Breta úr ESB, til að sjá um Brexit-ferlið. Segir hann Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, hafa misst allan trúverðugleika.

Í samtali við fréttastofu ITV gekk hann enn þá lengra: „Hvað sem gerist í kvöld, þá er Theresa May búin að vera (e. toast).“

Þá sagði Farage að nú væri raunverulegur möguleiki á því að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, og að það myndi færa hann aftur í víglínu stjórnmálanna.

mbl.is