Öll fórnarlömbin múslímar

AFP

Tveir eru mjög alvarlega særðir eftir árás í London í gærkvöldi. Einn lést og tíu særðust þegar 48 ára gamall maður ók sendibifreið inn í hóp fólks á gangstétt skammt frá mosku í borginni. Öll fórnarlömb árásarinnar eru múslímar en árásarmaðurinn sagðist vilja drepa alla múslíma, að sögn manns sem var á vettvangi og aðstoðaði við að yfirbuga árásarmanninn.

Sendibifreiðin sem ekið var inn í hóp múslíma í nótt.
Sendibifreiðin sem ekið var inn í hóp múslíma í nótt. AFP

Fjölmargir voru á svæðinu þegar sendibifreiðinni var ekið inn í hópinn fyrir utan moskuna í Finsbury Park en fólkið var að koma frá kvöldbænum í moskunni. Átta þeirra sem særðust eru á sjúkrahúsi en tveir fengu að fljótlega að fara heim eftir að búið var að gera að sárum þeirra. 

Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, sagði í nótt að líklega væri þetta hryðjuverkaárás en hún mun stýra neyðarfundi ráðherra vegna málsins síðar í dag. Hryðjuverkadeild lögreglunnar rannsakar árásina.

AFP

Leiðtogar múslíma í Bretlandi segja að árásin hafi beinst gegn múslímum sem voru að yfirgefa moskuna skömmu eftir miðnætti. Þeir segja árásina tengjast auknu hatri gagnvart múslímum í Bretlandi. 

Abdiqadir Warra, sem varð vitni að árásinni, segir í samtali við AFP-fréttastofuna að sendibifreiðinni hafi verið ekið á fólkið og sumt af því hafi dregist nokkra metra með bifreiðinni eftir götunni.

AFP

Borgarstjórinn í London, Sadiq Khan, segir árásin skelfilega hryðjuverkaárás sem beint hafi verið gegn saklausum íbúum borgarinnar sem voru að ljúka kvöldbænum í heilagasta mánuði múslíma, Ramadan.

Abdul Rahman, einn þeirra sem BBC ræddi við, segir að sendibílnum hafi verið ekið vísvitandi inn í hóp 10-15 manna. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert