Theresa May fordæmir árásina

Theresa May heimsótti moskuna í dag.
Theresa May heimsótti moskuna í dag. AFP

Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur fordæmt hryðjuverkaárásina við Fins­bury Park mosk­una í London í gær, og sagt hana „alveg jafn ógeðfellda“ og aðrar árásir sem hafa verið gerðar undanfarna mánuði í landinu. 

Einn er látinn og tíu eru slasaðir eftir að árásarmaður ók sendibifreið inn í hóp fólks fyrir utan moskuna skömmu eftir miðnætti í gær. Fólkið sem var þar samankomið var að aðstoða mann sem hafði hnigið niður á gangstéttina. All­ir þeir sem urðu fyr­ir bíln­um eru mús­lím­ar, en 48 ára gamall maður er í haldi lögreglu grunaður um árásina.

Of mikið umburðarlyndi með öfgastefnum

May sagði í yfirlýsingu í dag að of mikið umburðarlyndi hefði verið með öfgastefnum í of langan tíma. „Þetta minnir okkur á að hryðjuverk, öfgastefnur og hatur er margs konar: og okkar staðfesta í því að takast á við það verður að vera eins, sama hver á í hlut.“

May sagði árásina hafa komið á erfiðum tíma fyrir íbúa borgarinnar. Önnur hryðjuverkaárás var gerð fyrir skömmu við London Bridge auk þess sem mikið mannfall varð í bruna Grenfell Tower á dögunum. Hún ítrekaði þó að samstaða borgarbúa væri aðdáunarverð.

Lagði May áherslu á að hatur og illska myndu ekki ná völdum, og þess í stað yrði sjónum beint að samkennd, virðingu og frelsi.

Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Ákveðið hefur verið að auka eftirlit með moskum í borginni næstu daga. Þá verður sérstakt ráð skipað til að berjast gegn hryðjuverkaógnum.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Ford Escape til sölu
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Ekkert ryð, ve...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
 
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...