Eigandi snekkjunnar sekur

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Eigandi snekkjunnar Cheeki Rafiki, sem sökk árið í maí 2014 og fjórir menn létu lífið, hefur verið fundinn sekur um að tryggja ekki að öryggi snekkjunnar væri nægjanlegt. Snekkjan fannst á hvolfi um eitt þúsund sjó­míl­ur aust­ur af Cape Cod í Massachusetts-ríki í Banda­ríkj­un­um í tíu dögum eftir að hennar var saknað. BBC greinir frá. 

Allir fjórir mennirnir sem voru um borð voru reyndir siglingamenn. Lík mannanna hafa aldrei fundist. Þeir voru á aldrinum 22 - 56 ára. 

Bæði Douglas Innes, framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækisins Stormforce Coaching og fyrirtækið sjálft voru fundin sek fyrir þessar sakir. Dómur var kveðinn upp í Winchester. 

Dómstóllinn komst hins vegar ekki að niðurstöðu um ákæru um manndráp sem einnig fór fyrir rétt. Sú ákæra verður tekin upp aftur.  

Í dómnum kom jafnframt fram að skipverjar hefðu haft samband við Innes og greint honum frá því að þeir hefðu lent í vandræðum út á sjó áður en hún missti samband. Innes lét strandgæsluna ekki vita strax að þeir væru í vandræðum en sjálfur var hann á bar þetta kvöld þegar hann fékk umrætt símtal.  

Snekkj­an var á leið til Bret­lands frá Kar­ab­íska-haf­inu þegar leki kom að henni 16. maí síðastliðinn. Þá var hún stödd um 600 sjó­míl­ur aust­ur af Cape Cod. Hún missti fjar­skipta­sam­band dag­inn eft­ir.

mbl.is
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...