Tekið þátt í 22.219 opinberum verkefnum

Hertoginn af Edinborg mun taka þátt í skrúðgöngu konunglega herflotans …
Hertoginn af Edinborg mun taka þátt í skrúðgöngu konunglega herflotans á miðvikudag en viðburðurinn markar endamörk opinberra verkefna hans. AFP

Filippus, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, segir af sér störfum á miðvikudaginn þegar hann tekur í síðasta sinn þátt í opinberum störfum í Buckingham-höll.

Hertoginn af Edinborg mun taka þátt í skrúðgöngu konunglega herflotans á miðvikudag en hann starfaði sem sjóliðsforingi í síðari heimsstyrjöld. Markar viðburðurinn endamörk opinberra verkefna hans. 

Hefur hann komið fram í 22.219 opinberum verkefnum konungshallarinnar síðan eiginkona hans varð drottning árið 1952 og er lengst sitjandi drottningarmaður í sögu Bretlands. Þá hefur hann farið í 637 opinberar ferðir erlendis og flutt 5.496 ræður. 

Filippus tilkynnti í maí að hann hugðist hætta störfum á árinu enda orðinn 96 ára gamall. Er hann þó við hesta heilsu miðað við aldur. Hann og eiginkona hans, sem er 91 árs, hafa tekið skref til baka frá konunglegum skyldustörfum sínum síðustu ár. 

Sonarsonur þeirra Vilhjálmur og eiginkona hans Kate munu taka við af þeim en hann hætti störfum sínum sem flugmaður á björgunarþyrlu í síðustu viku til þess að einbeita sér að fullu að konunglegum skyldum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert