Hljóðbylgjuárásir á sendiráðsstarfsmenn

Bandaríska sendiráðið á Kúbu.
Bandaríska sendiráðið á Kúbu. AFP

Hljóðbylgjuárásir á sendiráðsstarfsmenn bandaríska sendiráðsins í Kúbu hafa valdið vægum heilaskaða og varanlegri heyrnarskerðingu. Ríkisstjórn Bandaríkjanna telur að síðasta árásin hafi verið gerð í síðasta mánuði.

Samkvæmt upplýsingum frá bandarísku utanríkisþjónustunni hafa samtals 19 sendiráðsstarfsmenn tilkynnt um heilsufarsvandamál vegna meintra árása. Kúbversk stjórnvöld hafa hafnað aðkomu að árásunum en tveimur kúbverskum diplómötum var vísað frá Bandaríkjunum fyrr á árinu í refsiskyni fyrir að kúbversk stjórnvöld geti ekki tryggt öryggi bandarískra diplómata í landinu. 

Sendiráðsstarfsmenn tilkynntu um einkenni seint á síðasta ári en samkvæmt upplýsingum frá utanríkisþjónustu Bandaríkjanna var talið að árásunum væri lokið þegar þær hófust aftur í síðasta mánuði. Bandaríkin opnuðu aftur sendiráð á Kúbu árið 2015 eftir 50 ára tímabil af fjandsamlegu sambandi milli ríkjanna tveggja.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert