Hvetur May til þess að hætta

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, á landsfundi …
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, á landsfundi flokksins á dögunum. AFP

Fyrrverandi formaður breska Íhaldsflokksins, Grant Shapps, hefur stigið fram fyrir skjöldu og skorað á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga flokksins, að segja af sér. Fullyrðir Shapps að ráðherrar í ríkisstjórn hennar séu sömu skoðunar.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að þrýstingur hafi farið vaxandi á May að stíga til hliðar. Rætt hefur verið um veika stöðu hennar allt frá því að Íhaldsflokkurinn glataði meirihluta sínum á breska þinginu í þingkosningunum í byrjun júní.

Ræða May á landsfundi Íhaldsflokksins á dögunum þótti afar misheppnuð en rætt hafði verið um það fyrir fundinn að miklu skipti fyrir hana að styrkja stöðu sína þar. Ljóst þykir að það hafi ekki tekist. Frammistaða May hafur æði verið gagnrýnd og efni ræðunnar.

Meðal þess sem gerðist við flutning ræðunnar var að May fékk hóstakast og missti nánast röddina á tímabili. Þá féll hluti af sviðsmyndinni fyrir aftan hana á meðan ræðan var flutt og hrekkjalómi tókst að komast að púltinu og afhenda henni uppsagnareyðublað.

May hefur lagt ríka áherslu á að hún sé ekki á förum en ljóst er að það er ekki alfarið í hennar höndum. Rifjað hefur verið upp að undanförnu þegar ráðherrar í ríkisstjórn Margaret Thatcher snerust gegn henni fyrir um aldarfjórðungi sem leiddi að til afsagnar hennar.

Shapps hefur fullyrt að um 30 þingmenn Íhaldsflokksins vilji May burt en hún hefur tæpan meirhluta í breska þinginu að baki sér vegna stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Aðrir þingmenn flokksins segja Shapps ekki greina stöðuna í flokknum rétt.

Þá hafa ráðherrar eins og Michael Gove umhverfisráðherra vísað því á bug að samsæri sé í gangi um að koma May frá og sagt að hún eigi að hans mati að sitja sem forsætisráðherra eins lengi og hún sjálf kjósi. Aber Rudd innan ríkisráðherra hefur talað á sömu nótum.

Uppsagnareyðublaðið sem Theresay May fékk afhent.
Uppsagnareyðublaðið sem Theresay May fékk afhent. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert