Trump tilnefnir heimavarnarráðherra

Donald Trump
Donald Trump AFP

Donald Trump, bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt Kirstjen Nielsen heimavarnarráðherra Bandaríkjanna. Hún tekur við starfinu af John Kelly sem var skipaður starfsmannastjóri í lok júli eftir að Reince Priebus var látinn taka pokann sinn.  

Frétt mbl.is Trump lætur Priebus taka pokann sinn

Frá því að John Kelly varð starfsmannastjóri hefur Elaine Duke verið sitjandi heimavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna en Trump þakkaði henni fyrir störf sín í ræðu í Hvíta húsinu fyrir stundu. Bandaríkjaþing á enn eftir að samþykkja tilnefninu Kirstjen Nielsenen en í ræðu sinni hvatti Trump þingið til að leggja pólitíkina til hliðar og samþykkja tilnefninguna. 

Kirstjen Nielsen hefur verið starfsmannastjóri í Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna frá því að Trump tók við embættinu en hún er sérfræðingur í öryggismálum. 

Heimavarnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna
Heimavarnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert