Nýtt hraðamet á El Capitan

El Capitan er í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu.
El Capitan er í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. AFP

Tveir bandarískir klettaklifrarar settu nýverið hraðamet á El Capitan í Yo­sem­ite-þjóðgarðinum í Kali­forn­íu. Fjallið var lengi vel talið óklífanlegt enda ekki hættulaust að leggja í það ferðalag.

San Francisco Chronicle greinir frá því fyrr í vikunni að þeir Brad Gobright, 29 ára og félagi hans, Jim Reynolds hafi klifið fjallið á tveimur klukkustundum og 19 mínútum. Fyrra metið var frá árinu 2012 og bættu þeir það um fjórar mínútur. Þar voru á ferð þeir Hans Florine og Alex Honnold sem klifu El Capitan á 2:23 í júní  2012.

Á þriðja tug fjallgöngumanna hafa dáið á El Capitan frá 1905.

BBC birtir myndskeið frá afrekinu  en hér hér er myndskeið sem er á YouTube frá fjallinu.

 

Start at

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert