Yfir 400 aðgerðasinnar handteknir

Karlmaður handtekinn í miðborg Moskvu í dag.
Karlmaður handtekinn í miðborg Moskvu í dag. AFP

Rússneska lögreglan hefur handtekið yfir 400 aðgerðasinna víðsvegar um landið í dag vegna mótmæla gegn forsetanum Vladimir Pútín sem ekki hafði verið gefið leyfi fyrir. Þetta segja samtökin OVD-Info sem fylgjast með handtökum vegna pólitískra mótmæla í Rússlandi.

Alls voru handtökurnar 412 talsins, þar af 376 í höfuðborginni Moskvu og 13 í St. Pétursborg.

AFP

Lögreglan í Moskvu hafði áður greint frá því að hún hefði handtekið 263 manneskjur „fyrir að brjóta gegn almennum reglum“.

Margir hinna handteknu voru með hnífa á sér, hnúajárn og byssur sem geta skotið gúmmíkúlum.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert