Dæmdur fyrir að níðast á múslimum

Bandarískir landgönguliðar.
Bandarískir landgönguliðar. AFP

Bandarískur liðþjálfi var dæmdur í dag í tíu ára fangelsi fyrir að níðast á fjölmörgum nýliðum í landgönguliði Bandaríkjanna sem játa íslamstrú. Fórnarlömb liðþjálfans, Josephs Felix, eru á annan tug og lét eitt þeirra lífið á síðasta ári.

Fram kemur í frétt AFP að níðingsverk sín hafi Felix stundað í herstöðinni Parris Island í Suður-Karólínu en þar sinnti hann þjálfun nýliða. Fleiri yfirmenn komu við sögu en herdómstóll taldi Felix hafa borið mesta ábyrgð.

Nýliðarnir voru kallaðir hryðjuverkamenn og tveir þeirra voru neyddir til þess að fara inn í stóra fataþurrkara. Í eitt skiptið var þurrkarinn settur í gang með nýliðunum innaborðs þegar þeir höfnuðu því að segja skilið við trú sína.

Einn nýliðanna, Raheel Siddiqui, lét lífið í mars á síðasta ári eftir að hafa þurft að þola meðferð sem gekk miklu lengra en þær kröfur sem gerðar eru til nýliða. Andlát hans var skilgreint sem sjálfsvíg sem fjölskylda hans hafnaði.

Dómurinn yfir Felix er þyngri en saksóknarar fóru fram á sem var sjö ára fangelsi. Málinu verður sjálfkrafa áfrýjað í ljósi þess hversu þungur hann er.

mbl.is
ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU GÓÐ AEG ÞVOTTAVÉL. NÝ KOL. VERÐ 45Þ.Þ. UPPL. Í 822-4850....
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...