Verður áreitnin honum að falli?

Roy Moore.
Roy Moore. AFP

Fimm konur hafa stigið fram og sakað íhaldsmanninn Roy Moore, fyrrverandi forseta hæstaréttar Alabama, um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun. Moore er í framboði fyrir repúblikana í desember þegar kosið verður í sæti sem losnaði í öldungadeild Bandaríkjaþings þegar Jeff Sessions varð dómsmálaráðherra landsins.

Moore segir ásakanir á hendur sér fáránlegar og lygi. Fimmta konan steig fram í gær en  hinar fjórar höfðu áður greint frá áreitni af hálfu dómarans fyrrverandi.

Beverly Young Nelson ásamt lögmanni sínum, Gloria Allred, á fundi ...
Beverly Young Nelson ásamt lögmanni sínum, Gloria Allred, á fundi með blaðamönnum í New York í gær. AFP

Beverly Young Nelson, sem er 55 ára kaupsýslukona í Alabama, upplýsti um þetta í New York í gær. Þar kom fram að Moore, sem er í dag sjötugur afi, hafi ráðist á hana þegar hún var 16 ára gömul þjónustustúlka en hann var tvöfalt eldri og starfandi lögfræðingur. 

Læsti bílnum og áreitti hana

Nelson segir að Moore hafi verið fastagestur á veitingastaðnum sem hún starfaði á og eitt kvöldið hafi hann boðist til þess að keyra hana heim að lokinni kvöldvakt. En í stað þess að keyra hana heim lagði hann bifreiðinni fyrir aftan ruslagám bak við veitingastaðinn og læsti bifreiðinni. 

Moore hafi síðan káfað á henni og reynt að þrýsta höfði hennar að kynfærum hans. „Ég var skelfingu lostin. Hann reyndi líka að rífa mig úr skyrtunni. Ég hélt að hann ætlaði að nauðga mér. Ég reyndi að losna og grátbað hann um að hætta,“ sagði Nelson. Hún segir að Moore hafi loksins gefist upp og ekið á brott en skilið hana eftir í myrkrinu bak við ruslagáminn.

Nelson segist hafa ákveðið að greina frá þessu eftir að fjórar konur tjáðu sig um áreitni af hálfu Moore í Washington Post fyrir helgi. Allar höfðu þær orðið fyrir áreitni og ofbeldi af hans hálfu þegar þær voru unglingar en hann rúmlega þrítugur.

Moore segir þetta allt lygi og hann minnist þess ekki að hafa verið með unglingsstúlkum þegar hann var um þrítugt.

Naumur meirihluti í hættu

Mjög er þrýst á Moore að hætta við framboðið og seint í gærkvöldi sagði Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, að hann tryði ásökunum á hendur Moore og hvatti frambjóðandann til að stíga til hliðar. Kosið er um sætið í öldungadeildinni 12. desember en keppinautur Moore er demókratinn Doug Jones. Repúblikanar eru með nauman meirihluta í öldungadeildinni, 52-48, og munar því um hvert sæti sem tapast.

Þingmaður repúblikana, Jeff Flake, segir að hann muni frekar kjósa demókrata en Moore og ef Moore verði kjörinn þá sé rétt að krefjast afsagnar hans. Starfsmenn forsetaembættisins hafa einnig sagt að ef ásakanir á hendur Moore eru réttar eigi hann að stíga til hliðar.

Samkvæmt lögum Alabama er orðið of seint að fjarlægja nafn Moore af kjörseðlinum en innan Repúblikanaflokksins hefur verið rætt um að veita heimild til þess að kjósendur geti ritað annað nafn frambjóðanda á kjörseðilinn. Það er nafn frambjóðanda sem flokkurinn leggur til.

Frétt New York Times

Frétt Washington Post

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...