Fyrrverandi forseti Jemens myrtur

Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti Jemens, var myrtur af uppreisnarmönnum húta. Fulltrúi stjórnmálaflokks sem Saleh tilheyrði staðfesti lát hans í samtali við AFP-fréttastofuna. 

„Hann var gerður að píslarvotti til varnar lýðveldinu,“ segir Faiqa al-Sayyid, leiðtogi stjórnmálaflokks sem Saleh tilheyrði.

Fyrr í dag var myndband af líki forsetans fyrrverandi birt og fóru þá sögur á kreik um lát hans. Það hefur nú verið staðfest.

Frétt mbl.is: Segja að fyrrverandi forseti hafi verið drepinn

Jemen er á valdi upp­reisn­ar­manna húta í land­inu. Sa­leh var for­seti Jem­ens í 33 ár en var komið frá völd­um árið 2012. Hann hef­ur hingað til verið í banda­lagi við upp­reisn­ar­menn húta í borg­ara­stríðinu í Jemen gegn stjórn­ar­her for­set­ans nú­ver­andi sem nýt­ur stuðnings Sádi-Ar­aba og fleiri banda­lags­ríkja. Á laug­ar­dag til­kynnti Sa­leh hins veg­ar að banda­lag hans við hút­ana fyr­ir­fynd­ist ekki leng­ur. Átök brut­ust út og hafa tug­ir fallið, m.a. í höfuðborg­inni Sanaa, síðustu daga.

Hút­ar voru áður svarn­ir óvin­ir Sa­lehs en árið 2014 gekk hann til banda­lags við þá til að reyna að koma rík­is­stjórn lands­ins frá í eitt skipti fyr­ir öll.

Ali Abdullah Saleh var for­seti Jem­ens í 33 ár en …
Ali Abdullah Saleh var for­seti Jem­ens í 33 ár en var komið frá völd­um árið 2012. AFP
Mynd úr myndbandi sem sýnir lík forsetans fyrrverandi, Ali Abdullah …
Mynd úr myndbandi sem sýnir lík forsetans fyrrverandi, Ali Abdullah Saleh. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert