Netverjar kaupa kastala

Yfir 6.500 netverjar tóku höndum saman og keyptu í sameiningu kastala í vesturhluta Frakklands á hálfa milljón evra, sem svarar til 61,7 milljóna króna. Ætlunin er að gera kastalann upp en hann þykir ægifagur. 

Hópurinn, Les Amis du château poitevin de La Mothe-Chandeniers, ætlar að tvöfalda fjárhæðina og verður fénu varið í viðgerð á kastalanum. Söfnunin fór fram á hópfjármögnunarvefnum Dartagnans.fr sem sérhæfir sig í að safna fé til að bjarga menningarverðmætum eins og þessum kastala frá þrettándu öld.

Frétt Figaro um söfnunina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...