Macron: Frakkar færu líklega úr ESB

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Franskir kjósendur myndu líklega kjósa með því að yfirgefa Evrópusambandið ef haldin væri þjóðaratkvæðagreiðsla um það í Frakklandi með sama hætti og gert var í Bretlandi sumarið 2016. Þetta sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, í viðtalsþætti breska sjónvarpsmannsins Andrew Marr á breska ríkisútvarpinu BBC.

Macron ræddi við Marr um helgina í tengslum við opinbera heimsókn forsetans til Bretlands. Spurður hvort Frakkar hefðu hugsanlega kosið með því að fara úr Evrópusambandinu í hliðstæðu þjóðaratkvæði svaraði Macron því játandi og bætti við: „Líklega, í hliðstæðu samhengi.“ Hann sagði aðstæður þó talsvert aðrar í Frakklandi.

Forsetinn sagði hins vegar að hann myndi berjast af fullum krafti fyrir því að Frakkland yrði áfram innan Evrópusambandsins kæmi til slíks þjóðaratkvæðis. Gagnrýndi hann enn fremur David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa spurt aðeins um afstöðu með og á móti veru í sambandinu í þjóðaratkvæðinu 2016.

Frakkar gengu síðast til þjóðaratkvæðis árið 2005 þegar kosið var um fyrirhugaða stjórnarskrá Evrópusambandsins. Fyrir fram var almennt búist við að stjórnarskráin, sem síðar var endurnefnd Lissabon-sáttmálinn, yrði samþykkt en svo fór þó að lokum að meirihluti franskra kjósenda hafnaði henni með 54,7% atkvæða.

Frétt London Evening Standard um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...