Stakk skólabróður sinn í hálsinn

Lögreglan girti af morðstaðinn í dag.
Lögreglan girti af morðstaðinn í dag. AFP

Þýska lögreglan handtók 15 ára gamlan dreng vegna gruns um að hafa myrt bekkjabróður sinn. Árásarmaðurinn stakk dreng í hálsinn í skóla í borginni Luenen í vesturhluta Norður-Rín­ar-West­fa­len. Hann veitti enga mótspyrnu við handtöku eftir að þyrla hafði leitað að honum úr lofti. 

Árásarmaðurinn myrti skólabróður sinn fyrir framan móður sína en hún hafði komið með honum á fund vegna deilna piltanna tveggja. Drengurinn var þekktur fyrir árásárgjarna hegðun. Ekki er talið líklegt að drengurinn hafi ætlað að ráðast á fleiri í skólanum, að sögn lögreglu. 

Í skólanum eru um þúsund nemendur. Á morgun verður haldin minningarstund í skólanum og einnig í ráðhúsinu þar sem hins látna verður minnst með einnar mínútu þögn. 

Báðir drengirnir eru sagðir þýskir ríkisborgarar en sá grunaði er einnig sagður vera frá Kasakstan.  

Nemendur skólans eru um þúsund talsins.
Nemendur skólans eru um þúsund talsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert