Mannskæð árás í Kabúl

Vopnaðir menn réðust inn á herstöð í Kabúl fyrir birtingu í morgun og eru að minnsta kosti fimm hermenn látnir og tíu særðir. Þetta er þriðja slíka árásin í höfuðborg Afganistan á nokkrum dögum.

Talsmaður varnarmálaráðuneytisins, Dawlat Waziri, segir að vígasamtökin Ríki íslams hafi lýst ábyrgð á árásinni á áróðursvef sínum Amaq.

Áhlaupinu er lokið en tveir menn virkjuðu sprengjuvesti sín og frömdu sjálfsvíg á meðan tveir árásarmannanna voru skotnir til bana af hermönnum. Sá fimmti náðist á lífi, segir Waziri.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert