Lífstíðarfangelsi fyrir sprengjuárás

Þrjátíu særðust í sprengjuárás Rahimi á Manhattan.
Þrjátíu særðust í sprengjuárás Rahimi á Manhattan. Ljósmynd/Sverrir Vilhelmsson

Ahmad Khan Rahimi hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir sprengjutilræði í New York og New Jersey í september árið 2016. Þrjátíu manns særðust þegar sprengja hans sprakk á Manhattan. BBC greinir frá.

Rahimi er fæddur í Afganistan en er bandarískur ríkisborgari. Hann náðist daginn eftir sprengjutilræðin eftir skotbardaga við lögreglu. Að sögn saksóknara í málinu hefur Rahimi ekki sýnt iðrun vegna árásanna. Þá mun hann hafa reynt að hvetja samfanga sína til að styðja íslamska ríkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert