Rahami ákærður fyrir sprengjurnar

Lögreglan birti þessa mynd af Ahmad Khan Rahami eftir sprengjuárásina …
Lögreglan birti þessa mynd af Ahmad Khan Rahami eftir sprengjuárásina um helgina. AFP

Bandarísk yfirvöld hafa ákært Ahmad Khan Rahami fyrir að hafa komið fyrir þremur sprengjum í New York og New Jersey um síðustu helgi. Áður hafði Rahami verið ákærður fyr­ir morðtil­raun í fimm liðum og ólög­leg­an vopna­b­urð.

Lög­regl­an rann­sak­ar nú ástæðuna á bak við til­ræðinum, en 29 manns særðust er önnur tveggja sprengja sem komið hafði verið fyrir í Chelsea hverfinu í New York sprakk. Enginn særðist hins vegar í sprengjutilræðinu í New Jersey.

Rahami, sem er 28 ára gam­all, var hand­tek­inn fjór­um klukku­stund­um eft­ir að al­rík­is­lög­regl­an (FBI) lýsti eft­ir hon­um og birti mynd af hon­um. Eins voru skila­boð send út til millj­ón­ir manna af FBI.

Frétt mbl.is: Pabbinn hafði sambandi við FBI árið 2014

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert