Ösku Hinriks dreift í hafið

Blóm hafa verið lögð fyrir framan Amalíuhöll í dag vegna ...
Blóm hafa verið lögð fyrir framan Amalíuhöll í dag vegna andláts Hinriks prins. AFP

Útför Hinriks prins fer fram þriðjudaginn 20. febrúar. Lík hans verður brennt. Helmingi öskunnar verður dreift yfir sjó við strendur Danmerkur og hinn helmingurinn verður jarðsettur í einkagrafreit við höllina í Fredensborg. Almennur aðgangur verður ekki að leiðinu að því er segir í fréttatilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni.

Hinrik, eiginmaður Margrétar Danadrottningar, lést í gærkvöldi, 83 ára að aldri. Hann fékk lungnabólgu í janúar og í kjölfarið far hann greindur með góðkynja æxli í öðru lunganu. Hann var fluttur til hallarinnar í Fredensborg í gærdag þar sem hann lést svo um kvöldið í faðmi fjölskyldu sinnar.

Að ósk Hinriks verða aðeins hans nánustu aðstandendur viðstaddir útförina. Það var einnig hans ósk að hann fengi ekki opinbera útför.

Á morgun verður líki hans ekið frá höllinni í Fredensborg á Norður-Sjálandi til Amalíuborgar. Almenningi gefst tækifæri til að kveðja hann hinstu kveðju því kista hans mun standa  í kirkjunni við Kristjánsborgarhöll á laugardag, sunnudag og mánudag. 

Margrét heilsaði fólki við höllina

Margrét drottning heilsaði fólki fyrir utan höllina í Fredensborg í dag en þar hafa hundruð blóma verið lögð í dag í minningu Hinriks. „Þetta er drottningin í hnotskurn,“ segir Trine Larsen, fréttamaður hjá Billed-Bladets sem sérhæfir sig í fréttum af kóngafólkinu. „Að hún hafi styrk til að koma fram, heilsa og brosa svo stuttu eftir fráfall eiginmanns síns.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðum, frá Isuzu/stamford Cummins Volvo Yanmar ...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
DEK og Deutz rafstöðvar 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir. Vinnu rafstöðva...