Sagði kynferðislega áreitni „slúður“

Shaun White fagnaði gullverðlaunum í nótt.
Shaun White fagnaði gullverðlaunum í nótt. AFP

Banda­ríski snjó­bret­takapp­inn Shaun White baðst í dag afsökunar eftir að hann hafði áður sagt að ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni væru „slúður.“

White tryggði sér í nótt gullverðlaun á þriðju Vetrarólympíuleikunum í röð en bandarískir fjölmiðlar gagnrýndu framkomu hans í viðtali í kjölfarið á sigrinum í nótt. Þar forðaðist hann að tala um það en sátt var gerð í máli þar sem Lena Zawaideh sakaði hann um kynferðislega áreitni.

„Ég er hérna til að tala um Ólympíuleikana, ekki slúður,“ sagði White eftir sigurinn. Auk þess svaraði hann einungis spurningum frá karlkyns fréttamönnum en hunsaði konurnar.

Christine Brennan, margverðlaunaður íþróttafréttamaður frá USA Today, fékk ekki að spyrja neinna spurninga. Hún sagði að blaðamannafundurinn hefði verið vandræðalegur.

Wite baðst síðar afsökunar á því að hafa talað um áreitnina sem slúður. „Þetta var illa orðað hjá mér og málefnið er viðkvæmt þessa dagana.“ 

Samkvæmt fjölmiðlum kærði Zawaideh White í ágúst árið 2016 eftir að hann sendi henni ítrekað óviðeigandi myndskeið, dónalegar athugasemdir og skilaboð. 

White segist nú vera breyttur maður. „Ég hef þroskast og er stoltur af sjálfum mér í dag.“

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...