250 lögreglumenn rannsaka morðtilræðið

AFP

Lögregla í Bretlandi hefur borið kennsl á yfir 240 vitni í tengslum við rannsókn á morðtilræði á hendur hinum rússneska Sergei Skripal og Juliu dóttur, en hann er fyrrverandi gagnnjósnari. Þá er verið að skoða yfir 200 atriði sem hugsanleg sönnunargögn.

Þetta sagði Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands eftir fund COBRA-öryggisráðsins  í dag. Hún lofsamaði jafnframt fagmennsku lögreglunnar í samtali við blaðamenn. BBC greinir frá.

AFP

Taugagas var notað til að reyna að myrða feðginin dótt­ur hans, en þau liggja nú á gjörgæsludeildd eft­ir að hafa fund­ist meðvit­und­ar­laus á bekk í versl­un­ar­miðstöð í Sal­isbury á sunnu­dag. Lögreglumaður sem kom fyrstur á vettvang veiktist einnig alvarlega og liggur jafnframt á gjörgæslu. Hann er þó kominn til meðvitundnar og farinn að tjá sig við fjölskyldu sína. Honum hefur verið hampað sem hetju fyrir að koma feðgingunum til bjargar en hann vill sjálfur ekki sjá hetjutitilinn.

Yfir 250 lögreglumenn í hryðjuverkadeild lögreglunnar koma að rannsókn málsins sem Rudd segir mjög yfirgripsmikla. Sagði hún lögreglu nýta mikinn mannafla í að reyna að komast að því hver bæri ábyrgð á morðtilræðinu. „Rannsóknin er unnin hratt og af mikilli fagmennsku,“ sagði hún. „Lögð er áhersla á öryggi almennings og jafnframt er verið að safna sönnunargögnum svo við getum fundið út hver ber ábyrgðina. Það þarf að fara í gegnum mikið magn af upptökum úr öryggismyndavélum. Þetta er mikil nákvæmnisvinna og lögregla þarf að fá rými og tíma til að halda áfram með rannsókninni.“

AFP

Skripal var ákærður í Rússlandi fyrir að vera njósn­ari breskra stjórn­valda og var fang­elsaður en síðar náðaður í heima­land­inu eft­ir að skipti­samn­ing­ar höfðu náðst við bresk yf­ir­völd. 

Bor­is John­son, ut­an­rík­is­ráðherra Breta, sagði í þing­inu í vikunni að ef í ljós kæmi að er­lent ríki bæri ábyrgð á at­vik­inu yrði tekið af því af hörku. Rúss­nesk stjórn­völd hafa neitað að tengjast málinu og segja að ásak­an­ir um að þau standi að baki eitr­un­inni séu sett­ar fram í póli­tísk­um til­gangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka